Fara yfir á efnisvæði

Vornámskeið vigtarmanna í maí

12.04.2011

Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin hjá Neytendastofu, Borgartúni 21., dagana 2., 3. og 4. maí 2011. Endurmenntunarnámskeið verður haldið 9. maí.

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Neytendastofu www.neytendastofa.is, undir hlekknum „Skráning á námskeið“ (ekki þörf á innskráningu) eða undir Mælifræðisvið.

Athygli er vakin á því að gerðar eru kröfur um íslenskukunnáttu þar sem öll kennsla fer fram á íslensku  - það gildir einnig um skriflegar spurningar á prófi og svör við þeim.

Löggildingar vigtarmanna gilda í 10 ár frá útgáfu skírteina.

Allar nánari upplýsingar, svo og aðstoð við skráningu þátttakenda, eru á heimasíðu Neytendastofu og í síma 510 1100. Skráningu lýkur 15. apríl nk.

TIL BAKA