Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á heyrnatólum í Svíþjóð

29.10.2010

Fréttamynd

Af öryggisástæðum vill Neytendastofa vekja athygli á innköllun á heyrnatólunum 38-2485 og 38-2376 af gerðinni Exible af söluaðilanum Clas Ohlson AB í Svíþjóð. Nikkelinnihald í vörunni getur valdið ofnæmis viðbrögðum þar sem það er meira en leyfilegt er samkvæmt REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1907/2006.

Viðkomandi vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi svo vitað sé en kunna að hafa borist til landsins með öðrum leiðum.

Neytendastofa hvetur neytendur til að hætta notkun vörunnar nú þegar.

TIL BAKA