Blátt hjarta - viðvörun til neytanda
11.05.2012
Neytendastofa vekur athygli á blárri hjartalaga lyklakippu með ljósi sem Blátt Áfram forvarnarverkefnið seldi í herferð sinni og söluátaki dagana 4-6. maí sl.
Neytendastofu hafa boristi ábendingar frá neytendum þar sem þeir benda á að varan geti verið hættuleg. Við nánari skoðun stofnunarinnar á vörunni hefur komið í ljós að lyklakippan sem er úr mjúku plasti fer auðveldlega í sundur og falla þá út 4 smáir hlutir: 2 rafhlöður, ljósapera og vír, sem geta skapað hættu einkum fyrir ung börn.