Fara yfir á efnisvæði

Nýtt eyðublað vegna tæknilegra tilkynninga

23.07.2010

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á nýju eyðublaði vegna tæknilegra tilkynninga. Stjórnvöld sem tilkynna um fyrirhugaða setningu tæknilegra reglna í samræmi við lög nr. 57/2000, um skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur um vörur og fjarþjónustu, geta nú fyllt tilkynninguna út í pdf-skjali á vef Neytendastofu.
Eyðublaðið útfyllt, ásamt drögum að tæknilegu reglunum á íslensku og ensku, er síðan sent Neytendastofu sem kemur því til ESA. Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur móttekið tilkynninguna er hún birt í TRIS-gagnagrunninum en þar má nálgast allar tæknilegar reglur sem tilkynntar hafa verið. Nánari upplýsingar um tæknilegar tilkynningar er að finna hér.

 

TIL BAKA