Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku. 16-19

30.07.2010

Fréttamynd

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé

1. Dreifingaraðili í Þýskalandi hefur innkallað frá neytendum trélitaspjöld þar sem varan inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Kik. Sjá tilkynning nr.0690/10 Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

2. Innkallað hefur verið í Finnlandi páskaegg með armbandi inn í. Armbandið inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Disney Prinsessa. Sjá tilkynning nr. 0661/10. Framleiðsluland er Úkraína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.
 
3. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sett sölubann á sjóræningjakistu sem barn kemst auðveldlega ofan í hana sem getur skapað hættu á köfnun þar engin loftgöt eru á henni og  erfitt að opna hana innan frá. Vöruheitið er Eurohome. Sjá tilkynning nr. 0669/10.  Framleiðsluland er Póland. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

4. Innflytjandi á Írlandi hefur innkallað frá markaði barna snyrtivörusett „Trendy Look“ Make up set þar sem varan inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Eurogeneral. Sjá tilkynning nr. 0672/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki snyrtivörutilskipun.

5. Stjórnvöld í Slóvakíu hafa sett sölubann á og innkallað af markaði baðdót þar sem í því eru smáhlutar sem geta valdið köfnun. Vöruheitið er óþekkt. Sjá tilkynning nr. 0675/10. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

6. Dreifingaraðili í Búlgaríu hefur innkallað frá markaði leikföng fyrir ungabörn þar sem varan getur valdið meiðslum.Vörumerkið er Tiny Love. Sjá tilkynningu nr. 0712/10. Framleiðsluland er Ísrael. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

7. Stjórnvöld á Kýpur hafa tekið af markaði frauðplastmottu sem getur valdið köfnun. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér 0732/10. Framleiðsluland er Malasíu. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

8. Heildsali í Þýskalandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum plasthest með dúkku þar sem varan inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er óþekkt. Sjá nánar hér nr. 0749/10. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.

9. Yfirvöld í Slóvakíu hafa sett sölubann og tekið af markaði púsluspil úr tré sem á eru smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Eichhorn. Sjá nr. 0754/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

10. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á plastleikfangi með seglum þar sem þeir geta valdið köfnun og innri meiðslum. Vöruheitið er Cogo. Sjá nr. 0758/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

11. Innflytjandi í Danmörku hefur hætt sölu á tréhjóli þar sem fingur barna geta fests og skaðast milli dekks og hjóls, einnig eru á hjólinu smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdi köfnun. Vöruheitið er Twister. Sjá nánar hér 0759/10. Framleiðsluland er Þýskaland. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

12. Yfirvöld í Slóvakíu hafa sett sölubann og tekið af markaði leikfangasíma „Toy mobile phone“ þar sem desíbel styrkur símans fer yfir leyfilegan hljóðstyrk og getur því valdið heyrnarskaða. Vöruheitið er Lovely Mobile Phone.  Sjá nr. 0775/10. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

13. Dreifingaraðili í Þýskalandi hefur innkallað frá neytendum grímubúning „djöflabúning“ þar sem hann inniheldur efni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Magomora. Sjá nr. 0785/10. Varan er ekki CE-merkt og samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.

Á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB má finna heildaryfirlit yfir hættulegar vörur sem tilkynntar hafa verið í Rapex-kerfið.

Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.

TIL BAKA