Skorkort neytendamála sýnir að staða neytenda hefur batnað
Skorkort neytendamála sýnir að staða neytenda hefur batnað frá útgáfu síðasta skorkorts og að neytendur treysta betur kaupum yfir landamæri þegar þeir hafa einu sinni reynt það.
Skorkort neytendamála var gefið út á föstudaginn hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Skorkortið sýnir augljósan bata á stöðu neytenda í nær öllum löndum Evrópu eftir niðursveiflu árið 2009. Vísitala fyrir stöðu neytenda er t.d. mæld eftir því hversu vel neytendur treysta stjórnvöldum, frjálsum félagasamtökum og seljendum á vöru og þjónustu en einnig af árangri af afgreiðslu deilumála sem upp koma í þeirra viðskiptum. Skorkortið sýnir einnig að bilið milli rafrænna viðskipta innanlands og viðskipta yfir landamæri fer vaxandi, þrátt fyrir að kaup yfir landamæri geti veitt neytendum meira úrval og lægra verð. Skorkortið sýnir þó að neytendur eru mun öruggari að kaupa vörur yfir landamæri ef þeir hafa prufað það einu sinni. Einnig sést að hindranir á viðskiptum yfir landamæri eru nú meiri því frá árinu 2009 hefur orðið breyting á framboði þar sem færri seljendur selja nú sínar vörur yfir landamæri.
Framkvæmdastjóri neytendamála, John Dalli, segir: „Ég vil hrósa öllum aðildarríkjunum sem hafa haldið áfram að fjárfesta í góðu umhverfi fyrir neytendur á þessum erfiðu tímum. Við virðumst nú vera aftur á uppleið: traust evrópskra neytenda gagnvart þeim sem starfa að neytendamálaum er að batna og færist nú aftur til þess sem áður var“. Hann bætir við: „Það eru einnig góðar fréttir að áhyggjur neytenda af kaupum yfir landamæri hverfa þegar þeir hafa í raun reynt slíka viðskiptahætti með góðum árangri. Niðurstöðurnar staðfesta þó einnig hversu mikil vinna er enn fyrir höndum við að brjóta niður þá múra og hindranir fyrir viðskiptum yfir landamæri sem eftir eru til hagsbóta fyrir evrópskt efnahagslíf, neytendur sem og viðskipti í Evrópu“.
Skorkortið
Af skorkorti neytendamála fást vísbendingar og viðvaranir um það hvernig hinn innri markaður virkar fyrir evrópska neytendur hvað varðar vöruúrval, verð og ánægju. Í vorútgáfu skorkortsins er litið á samþættingu smásölumarkaðarins og landfræðileg skilyrði fyrir neytendur.
Upplýsingar í skorkortinu eru byggðar á könnun meðal neytenda og smásöluaðila sem og á tölfræðilegum gögnum t.d. um tekjur af sölu.
Helstu niðurstöður
Framfarir á stöðu neytenda innan hvers ríkis
Vísitalan fyrir stöðu neytenda er ákvörðuð af þáttum eins og árangri af því að útkljá ágreining við seljendur vöru og þjónustu og afgreiða deilumál sem upp koma í viðskiptum við neytendur, traust neytenda á stjórnvöldum, seljendum, auglýsingum og til stjórnvalda sem fara með neytendamál, auk trausts þeirra til reglna sem eiga við um viðskiptin.
Vísitala ársins 2010 sýnir að aðstæður neytenda hafa náð bata eftir skyndilegt fall árið 2009 og hafa flest ríki náð sama stigi eða hærra og árið 2008.
Efstu löndin, þar sem aðstæður eru bestar, eru Bretland, Írland, Lúxemborg, Austurríki, Finnland Holland, Ítalía, Danmörk, Þýskaland, Belgía og Svíþjóð. Þessi lönd eru öll yfir meðaltali á svæðinu í heild.
Bil í rafrænum viðskiptum
Skorkortið sýnir að rafræn viðskipt innanlands hafa farið vaxandi þar sem 36% neytenda höfðu verslað af innlendum seljendum með rafrænum hætti árið 2010 en 34% árið 2009.
Hins vegar hafa rafræn viðskipti yfir landamæri vaxið mjög hægt: þau voru 9% árið 2010 á móti 8% árið 2009 þrátt fyrir skýran ávinning af slíkum kaupum, bæði hvað varðar úrval og verð, borið saman við eldri kannanir. Því verður að auka vinnu til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett um aukin rafræn viðskipti þ.e. að þau verði allt að 20% árið 2015.
Rafræn kaup á hinum innri markaði: viðhorf neytenda og reynsla
Viðhorf neytenda virðist vera mikil hindrun á rafrænum viðskiptum yfir landamæri. Kannað var viðhorf neytenda sem ekki höfðu átt viðskipti yfir landamæri:
• 62% hafa áhyggjur af svikum og svindli
• 59% lýstu kvíða yfir því hvað gera skyldi ef vandamál kæmi upp
• 49% finnast hugsanleg vandamál með afhendingu fráhrindandi.
Þessar áhyggjur eru hins vegar mun minni meðal þeirra neytenda sem hafa prufað hafa að kaupa vöru rafrænt yfir landamæri (sambærilegar tölur meðal þeirra eru 34%, 30% og 20%).
Meðal neytenda sem þegar höfðu keypt vöru yfir landamæri báru 61% jafn mikið traust til rafrænna kaupa yfir landamæri eins og innanlands, borið saman við einungis 33% meðal heildarinnar, hvort þeir höfðu átt slík viðskipti eða ekki.
Rafræn viðskipti yfir landamæri virðast vera a.m.k. jafn áreiðanleg eins og slík viðskipti innanlands, eða jafnvel áreiðanlegri:
• aðeins í 16% tilvika af viðskiptum yfir landamæri varð seinkun á afhendingu (18% innanlands)
• í 5% tilvika skilaði varan sér ekki í viðskiptum yfir landamæri (6% innanlands).
Niðurstöðurnar sýna glöggt fram á að áhrifarík upplýsingagjöf gegnir lykilhlutverki við að efla viðskipti yfir landamær og að veittur sé aðgangur að ráðgjöf sem hægt er að fá fyrir viðskipti yfir landamæri, og upplýsinga um framkvæmd og framfylgd laga og hvernig neytendur geti leitað réttar síns. Í því sambandi má benda á lög um samvinnu eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu (CPC), sem leiðir saman stjórnvöld sem fara með eftirlit á sviði neytendamála (Neytendastofu og systurstjórnvöld hennar), og Evrópska upplýsingamiðstöðvarnar (ECC) sem veita neytendum ókeypis aðstoð og ráðgjöf um kaup og viðskipti yfir landamæri á hinum innri markaði í Evrópu.
Stórar hindranir á rafrænum viðskiptum yfir landamæri eiga rætur að rekja til framboðs
Hlutfall þeirra seljenda sem selja vörur yfir landamæri innan Evrópu féll í 22% árið 2010 en var 25% árið 2009; jafnvel þó ávinningur af viðskiptum yfir landamæri sé mikill þar sem 56% neytenda áætla að 10% af rafrænum kaupum þeirra eigi uppruna í öðru Evrópuríki.
Framkvæmdastjórnin vinnur að áætlun um að koma í veg fyrir skiptingu markaða í Evrópu, m.a. í með virkri framkvæmd á lögunum um einn sameiginlega markað.
Kaupmáttur neytenda
Árið 2009 lækkuðu bæði ráðstöfunartekjur og neysla heimilanna í flestum ríkjum Evrópu.
Innan Evrópu er enn mikil munur á kaupmætti neytenda, þegar tekið er tillit til bæði meðaltekna og verðlags.
Hlutfall neytenda sem standa höllum fæti (s.s. aldraðir og öryrkjar) er einnig mjög misjafnt, en í flestum löndum virðist aðstaða þeirra ekki hafa versnað mikið árið 2009 þrátt fyrir kreppuna.
Skorkort neytendamála í heild sinni má nálgast á þessari vefslóð:
http://ec.europa.eu/consumers/strategy/facts_en.htm#5CMS