Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar 564 Nissan bifreiðar

01.07.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 Nissan bifreiðum. Um er að ræða 517 Nissan Qashqai  framleidda á árunum 2006 – 2012 og 47 Nissan X-Trail. framleidda  á árunum  2006 - 2011. Ástæða innköllunarinnar er sú að við lélegt ástand vega  getur reim fyrir CVT-skiptingu snuðað með þeim afleiðingum að það getur orðið vart við titring og eða grip missi  í drifhjólum. Ef ökutæki er ekið áfram í þessu ástandi getur sú staða komið upp að bilanaljós (MIL) komi upp með tilheyrandi óþægindum.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

 

TIL BAKA