Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Neytendastofu um bílasamning Lýsingar
04.01.2011
Með ákvörðun nr. 34/2010 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að samningsskilmálar á bílasamningi hjá Lýsingu brytu að nokkru leyti gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Má þar helst nefna að stofnunin taldi skorta á upplýsingar um vexti lánsins, bæði erlendan og íslenskan hluta þess, auk þess sem stofnunin taldi Lýsingu þurfa að bera ábyrgð á því að félagið hafi fyrir mistök ekki greint frá því á samningnum að íslenskur hluti lánsins væri verðtryggður.
Lýsing kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú, með úrskurði nr. 10/2010, staðfest ákvörðun Neytendastofu.
Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér.