Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

10.10.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 430 Nissan bifreiðum, Qashgai (J10) og X-trail (T31). Um er að ræða  bifreiðar framleiddar á árinu 2006 (nóv) til 2013 (apríl). Ástæða innköllunarinnar er sú að skemmd getur komið upp í höfuð-  og stangalegum með tilheyrandi óhljóðum.  Í sjaldgæfum tilfellum getur vandamál komið fram ef ekið er á háum snúning og hraða sem getur leitt til ótímabærs slits í legum á sveifarás.  Samkvæmt tilkynningu frá BL er ekki vitað um að um þess konar bilun hafi komið upp hér á landi. BL mun endurforrita vélarstjórnbox þeirra bifreiða sem við á.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

 

 

TIL BAKA