Fara yfir á efnisvæði

Meiri fjárhagsleg vernd neytenda

02.12.2009

Fréttamynd

Milljónir ferðamanna bóka pakkaferðir á Netinu eða hjá ferðaskrifstofum þar sem samsetningin  getur verið flug, hótel eða bílaleigubíll. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að undirbúa nýjar reglur sem munu veita neytendum meiri fjárhagslega vernd ef eitthvað fer úrskeiðis. Framkvæmastjórnin hefur lagt fram til umsagnar tillögur þar sem gert er ráð fyrir að uppfæra reglur um grunnvernd neytenda sem kveðið er á um í tilskipun frá árinu 1990 um ferðapakka. Tilskipunin nær yfir upplýsingar sem neytendur eiga rétt á, skaðabótaábyrgð vegna gjaldþrots eða ófullnægjandi þjónustu en núgildandi tilskipun er orðin úrelt. Sem dæmi árið 1997 féllu pakkaferðir 98% Breta undir neytendavernd tilskipunarinnar en árið 2005 var þessi tala orðin undir 50%. 

Nýju reglunum er ætlað að taka til ferðapakka að eigin vali þar sem að neytendur setja saman sína eigin ferðapakka, oftast á Netinu, í gegnum eitt vefsetur eða vefsetur sem tengjast á einhvern hátt. Um 23% neytenda í ESB eru að bóka ferðapakka að eigin vali og í sumum löndum t.d. á Írlandi eða Svíþjóð eru um 40% sem sjá um að bóka sínar ferðir sjálfir. Margar þessara ferða falla utan við núgildandi reglur ESB um neytendavernd, þrátt fyrir það telja um 67% neytenda að reglurnar veiti þeim vernd.
Í kjölfar þess að sífellt fleiri flugfélög hafa orðið gjaldþrota þá er í tillögunni verið að íhuga að víkka út gildissvið á grunntryggingum gegn gjaldþrotum þegar um er að ræða hefðbundnar pakkaferðir og ferðapakka að eigin vali þannig að þær nái einnig til flugmiðans eins og sér. Öllum er hagsmuna hafa að gæta er bent á að senda inn sjónarmið og ábendingar til ESB.

TIL BAKA