Innköllun hjá IKEA vegna IRIS og ALVINE felligluggatjalda
IKEA biður alla viðskiptavini sína, sem eiga IRIS eða ALVINE felligluggatjöld merktum framleiðsludagsetningunni 0823 (ár, vika) eða fyrr, vinsamlegast að hafa samband við þjónustudeildina í síma 520-2500 eða koma á þjónustuborðið í versluninni (Skilað og skipt) og fá viðgerðarpakka sendan ókeypis í pósti. Pakkinn inniheldur stoppara og leiðbeiningar. Þetta á ekki við um önnur gluggatjöld en þau sem tilgreind eru hér, sjá mynd hér
IKEA vörumerkið, númer framleiðanda og framleiðsludagsetning (ár, vika) er að finna á hvítum límmiða á felligluggatjöldunum.
Prófanir í Bandaríkjunum hafa sýnt að IRIS og ALVINE felligluggatjöldin uppfylla ekki allar öryggiskröfur sem gerðar eru. Böndin á felligluggatjöldunum eru ekki með stoppara en þeir eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að flækjast í böndunum.
Við mælum eindregið með því að allir sem eiga IRIS eða ALVINE felligluggatjöld með framleiðsludagsetningunni 0823 (ár, vika) eða fyrr, fái stoppara hjá IKEA og festi á gluggatjöldin. IRIS og ALVINE felligluggatjöld með framleiðsludagsetningunni 0830 (ár, vika) eða síðar eru með þessum stoppurum og uppfylla þar með allar nauðsynlegar öryggiskröfur.
Allar nánari upplýsingar er að fá hjá IKEA í síma 520-2500