Neytendastofa kynnir nýjar kröfur um sígarettur
Neytendastofa fer með eftirlit með öryggi vöru á grundvelli laga, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Vöruöryggisnefnd ESB sem Ísland er aðili að samkvæmt ákvæðum í EES-samningnum, hefur samþykkt að framvegis skuli gera þá kröfu að allir vindlingar skuli uppfylla lágmarkskröfur sem koma fram í staðlinum ÍST EN 16156:2010 – vindlingar – mat á kviknunareiginleikum- öryggiskrafa. Tilvísun til þessa staðals verður birt 17. nóvember 2011. Frá og með 17. nóvember verður því óheimilt að selja og markaðssetja sígarettur á EES-svæðinu sem ekki eru sjálfslökkvandi. Í ríkjum ESB deyja að meðaltali tveir til þrír á viku vegna bruna af völdum reykinga. Markmiðið með þessum nýju kröfum er í flestum tilfellum slokkni sjálfkrafa í sigarettum ef ekki er verið að sjúga þær og þar af leiðandi minnka líkur á eldsvoðum og dauðsföllum.
Einungis verður því heimilt að setja á markað sjálfslökkvandi sígarettur eða RIP vindlinga sem uppfylla ákvæði staðalsins. Í staðlinum er gerð krafa um að bréf sem notað er í sígarettur verði þannig samsett að hætta á að kvikni út frá þeim verður óveruleg af viðkomandi sofnar út frá honum eða hættir að draga að sér reykinn. Logandi sígaretta sem dettur eða glóð út frá sígarettunni getur orsakað mikil bál á skömmum tíma.
Nánari upplýsingar um RIP-vindlinga veitir Neytendastofa.