Fara yfir á efnisvæði

Svefnumhverfi barna og gluggalæsingar

03.10.2011

Framkvæmdastjórn ESB  hefur nú samþykkt að óska eftir því við CEN, Staðlastofnun Evrópu, að unnið verði að gerð samevrópskra staðla sem eiga að auka öryggi í svefnumhverfi barna.

Á undanförnum árum hafa mörg EES – ríki þurft að innkalla ýmis konar hlífar og eða kanta fyrir barnarúm, dýnur og ábreiður fyrir börn þar sem að þessar vörur hafa reynst hættulegar og jafnvel getað valdið köfnun ungra barna. Jafnframt þykir þurfa að setja samevrópska staðla fyrir læsingar á hurðir og glugga þar sem alvarleg slys hafa orðið þegar ung börn hafa fallið út um glugga vegna ófullnægjandi gluggalæsinga.
Umboð varðandi kröfur sem gera þarf um svefnumhverfi barna eru skilgreindar í ákvörðun 2010/376/ESB og hana má sjá hér. Umboð varðandi kröfur sem gera þarf varðandi gluggalæsingar eru skilgreindar í ákvörðun 2010/11/ESB og hana má sjá hér.

 

TIL BAKA