Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

09.01.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði nr. 7/2008 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2008 vegna kvörtunar Beiersdorf ehf. yfir fullyrðingum Celsus ehf. á Proderm sólvörn.

Fallist var á það mat Neytendastofu að þeir viðskiptahættir sem kærandi lýsir í erindi sínu brjóti gegn ákvæðum 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins eins og ákvæðið var orðað fyrir gildistöku laga nr. 50/2008.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 7/2008.

TIL BAKA