Fara yfir á efnisvæði

Ingvar Helgason ehf. innkallar Nissan bifreiðar

20.05.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Ingvari Helgasyni um að innkalla þurfi  445 bifreiðar.  Um er að ræða bifreiðar af gerðinni Nissan Narvara (D40) sem innkallaðar eru vegna  hugsanlegrar sprungna í álfelgum, sem geta skapast við mikið álag í beygjum.

Hægt er að leita  nánari upplýsinga hjá Ingvari Helgasyni ehf í síma 525 8000 en umboðið mun senda viðkomandi bifreiðareigendur bréf eða haft samband við þá símleiðis.

TIL BAKA