Könnun á þyngd forpakkaðar vöru hjá Kötlu matvælaiðju ehf
Neytendastofa gerði könnun á þyngd forpakkaðra vöru hjá Kötlu matvælaiðju ehf. Skoðaðar voru þrjár vörutegundir, gróft salt í 1200 gramma pakkningum, púðursykur í 1000 gramma pakkningum og Bónus rasp í 300 gramma pakkningum. Kannað var hvort þyngd væri í samræmi við upplýsingar á umbúðum. Niðurstaðan leiddi í ljós að bæði nettóþyngd og meðalþyngd voru yfir leyfilegum mörkum. Engin sýni voru undir mörkum.
Eins var kannað hvort vogir fyrirtækisins væru með löggildingu og reyndust allar vogir sem eru í notkun hjá fyrirtækinu vera með gilda löggildingu.
Könnunin var gerð í framhaldi af eldri könnun þar sem athugasemdir höfðu verið gerðar. Niðurstöður nú sýna að við athugasemdunum hafði verið brugðist og niðurstöður nú því til fyrirmyndar.
Ábyrgð á þyngd vöru er hjá framleiðendum en þeim ber að tryggja með löggiltum vogum að nettóþyngd sé í samræmi við merkingar á umbúðum. Neytendastofa hvetur framleiðendur til að virða gildandi reglur um magntilgreiningu á umbúðum og tryggja að magn vöru sem afhent er sé ávallt í samræmi við þyngdarmerkingar á umbúðunum.
Stofnunin mun halda áfram að taka við ábendingum og gera úrtaksskoðanir á ýmsum sviðum vöruviðskipta.