Óviðunandi verðmerkingar í matvöruverslunum
05.04.2006
Neytendastofa kannaði nýlega verðmerkingar á samtals 3950 vörum í 79 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýna að verðmerkingar eru mun lakari nú en þegar síðasta könnun fór fram fyrir einu ári síðan. Þannig var ósamræmi í verðmerkingum eða óverðmerkt í 12,2% tilvika en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir einu ári var ósamræmið 5,2%. Sjá fréttatilkynningu.