Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á eldspýtum

14.07.2011

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Aðfanga á eldspýtum sem þeir fluttu inn og voru til sölu í Bónus og 10-11 á tímabilinu frá 13. maí 2010-23. maí 2011. Eldspýturnar voru seldar átta stokkar í búnti með strikamerkinu 8711295491900  og merktar AM/65 PO.box 37211, 1030 AE Amsterdam.

Ástæða innköllunarinnar er að ábendingar höfðu borist um að þær hafi brotnað auðveldlega í sundur þegar kveikt var á þeim, glóðin dottið af þegar eldspýtan var brunnin, og þannig skapast eldhætta. Þá var varúðarmerkingum ábótavant.

Neytendastofa hvetur alla þá sem keypt hafa umræddar eldspýtur að hætta notkun strax og skila þeim í næstu verslun þessara verslanakeðja gegn endurgreiðslu  

Nánari upplýsingar varðandi innköllun á þessari vöru má fá hjá Heimi Guðmundssyni, gæðastjóra Aðfanga, í síma 530-5640 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.

TIL BAKA