Fara yfir á efnisvæði

Orkubú Vestfjarða fær vottað innra eftirlit með varmaorkumælum

15.11.2013

Fréttamynd

Orkubú Vestfjarða hefur hlotið viðurkenningu Neytendastofu á innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum og er fyrsta dreifiveitan sem hlýtur slíka viðurkenningu. Áður hafði Orkubúið verið fyrst til að hljóta viðurkenningu á innra eftirliti með rafmagnsmælum.

Innra eftirlitið fer þannig fram að varmaorkumælum  er skipað í söfn eftir árgerð og gerðarauðkenni og í framhaldi er tekið úrtak af mælum og þeir prófaðir af viðurkenndri prófunarstofu. Standist mælar ekki úrtaksprófun þá er skipt um alla mæla í viðkomandi mælasafni. Framkvæmd innra eftirlitsins byggir á samþykktum verklagsreglum úr gæðakerfi veitunnar.

Neytendastofa óskar Orkubúi Vestfjarðar til hamingju með þennan áfanga.

TIL BAKA