Ný sókn í neytendamálum
Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson hélt vel sóttan fréttamannafund 24. október og kynnti nýja stefnumótun og átak í neytendamálum. Ráðherra fór yfir helstu verkefni á þessu sviði sem ráðuneytið er þegar að vinna að og sín helstu stefnumál í upphafi kjörtímabils. Nauðsynlegt er að hans mati að auðvelda almenningi að takast á við breytta heimilis- og verslunarhætti; styrkja og auka vitund neytenda um rétt sinn; innleiða í auknum mæli upplýsingatækni í þágu neytenda og styðja þá til að taka virkari þátt til að sinna hagsmunum sínum á markaði. Samhliða stefnumótunarvinnu ráðuneytisins verður aukinn þungi lagður á það starf sem þegar er unnið í neytendamálum á Íslandi, á vettvangi Neytendastofu, talsmanns neytenda og á vegum Neytendasamtakanna. Sem fyrsta skref í stefnumótuninni hefur viðskiptaráðherra falið Félagsvísindastofnun, Hagfræðistofnun og Lagastofnun Háskóla Íslands að vinna ítarlega rannsókn á stöðu neytendamála á Íslandi.
Nánari upplýsingar hér.