Ákvörðun Neytendastofu um fullyrðingu Húsasmiðjunnar staðfest
14.05.2013
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að Húsasmiðjan hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 með fullyrðingunni „Landsins mesta úrval af pallaefni“. Áfrýjunarnefndin staðfesti einnig 500.000 kr. stjórnvaldssekt sem Neytendastofa lagði á Húsasmiðjuna fyrir brotið. Í úrskurði áfrýjunarnefndar er m.a. fjallað um skyldu auglýsanda til að sanna fullyrðingar sínar og að fallist sé á þá niðurstöðu Neytendastofu að listi yfir pallaefni Húsasmiðjunnar og tilvísun til þess að gerður hafi verið samanburður við vörur keppinauta, teljist ekki fullnægjandi til sönnunar á fullyrðingunni.
Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 18/2012 má lesa hér.