Bernhard ehf. innkallar Honda mótorhjól
05.09.2011
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. vegna innköllunar á Honda mótorhjóli af gerðinni ST1300/A PAN EUROPEAN. Ástæða innköllunarinnar er sú að við núning milli bolta, sem er staðsettur á sveifluarmi og bremsuhosu fyrir aftur bremsur, getur myndast þreyta í bremsuhosu sem getur leitt til leka á bremsuvökva. Um er að ræða tvö mótorhjól.
Bernhard mun hafa samband við hlutaðeigandi eigendur á næstu dögum.