Fara yfir á efnisvæði

Seinni eftirlitsferð á Neytendastofu í veitingahús

19.11.2013

Í júlí sl. könnuðu fulltrúar Neytendastofu hvort verðmerkingar á veitingastöðumi á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við  lög og reglur um verðmerkingar. Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu þeirri ferð eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og  hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram Könnunin leiddi í ljós að  veitingahúsin Vegamót, Restaurant Reykjavík, Grillhúsið og Hamborgarafabrikkan höfðu farið að tilmælum Neytendastofu um úrbætur og bætt verðmerkingar sínar. Hjá Tapashúsinu, Scandinavian Smorrebrod og Braaserie, Kaffi Klassík, Café Bleu, Sjávargrillinu, Fiskfélaginu, Kopar, Pisa, Sushisamba og Austurlandahraðlestinni voru verðmerkingar hinsvegar enn ófullnægjandi.

Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort beita skuli þessa tíu veitingastaði sektum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um að koma verðmerkingum í viðunandi horf.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.

TIL BAKA