Fara yfir á efnisvæði

Bernhard innkallar Honda

16.08.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf varðandi innköllun á Honda Jazz bifreiðum framleidd á árunum 2009 -2011 vegna villu í hugbúnaði fyrir sjálfskiptingu sem getur haft þau áhrifa að þegar drepið er á vél og bifreið skilin eftir í bakk gír að hún standi kyrr eða í versta falli fari aftur á bak  þegar bifreiðin er gangsett aftur.

Um er að ræða fimm bifreiðar og hefur Bernhard þegar haft samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

 

TIL BAKA