Fara yfir á efnisvæði

Tiger innkallar ferðamillistykki

04.07.2011

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Tiger á ferðamillistykkjum (rejseadapter) sem seld voru í versluninni á tímabilinu febrúar til apríl 2011.

Ástæða innköllunarinnar er hætta á rafstuði við notkun millistykkjanna þar sem straumur er á öllum klóm þó aðeins ein sé í notkun.

Neytendastofa hvetur alla þá sem keypt hafa ferðamillistykki í Tiger á nefndu tímabili að hætta notkun strax og skila því í næstu Tiger verslun sem fyrst. Varan verður endurgreidd að fullu, án kvittunar.

Nánari upplýsingar varðandi innköllun á þessari vöru má fá hjá Tiger í síma 660-8211 eða hjá Söndru á netfanginu sandra@tiger.is.

TIL BAKA