Fara yfir á efnisvæði

Afhjúpun álnastiku og minningarskjaldar á Þingvöllum 1. desember kl. 13

28.11.2007

Samtök verslunar og þjónustu og Neytendastofa í samstarfi við Landsbanka Íslands og Þingvallanefnd hafa unnið saman að því að setja upp við Þingvallakirkju upplýsingaskjöld um stikulögin frá 1200 og álnastiku, sambærilega þeirri er notuð var til mælinga hér áður fyrr. Næstkomandi laugardag, þann 1. desember klukkan 13.00 verður athöfn við Þingvallakirkju þar sem upplýsingaskjöldurinn og álnastikan verða afhjúpuð. Þetta er gert til að minnast þess að í ár eru liðin 90 ár frá setningu fyrstu laga um löggildingarstofu á Íslandi. Rétt mál og vog er forsenda ásættanlegrar verslunar sem síðan er undirstaða menningar og þroska þjóða. Því er þýðing stikulaganna og tilvitnaðra löggildingarlaga áréttuð af samtökum verslunarinnar og þeirri stjórnsýslustofnun sem löggilding heyrir undir með upplýsingaskilti og stiku við Þingvallakirkju.

Dagskrá:
 
13:00  Setning
       Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ
       Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu

13:10  Afhjúpun álnastiku og minningarskjaldar
       Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra

13:20  Gengið að Hótel Valhöll            
       Heitt súkkulaði, kaffi og kleinur í boði viðskiptaráðherra         
       Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði, flytur fróðleiksmola um mælingar til forna        og stikulögin (stikumál).

Fjölmiðlum er boðið að vera viðstadda athöfnina.  

Með bestu kveðjum, Sigurður Jónsson og Tryggvi Axelsson  

TIL BAKA