Dekkjaverkstæði þurfa að hafa verðskrár sýnilegar
Starfsmenn Neytendastofu könnuðu í byrjun október og aftur í nóvember hvort verðskrár væru til staðar hjá dekkjaverkstæðum og hvort þær væru aðgengilegar viðskiptavinum eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Farið var á 35 dekkjaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu.
Af 35 verkstæðum voru 24 verkstæði með aðgengilega verðskrá fyrir neytendur. En 11 verkstæði voru með verðskrá til staðar en ekki sýnilega. Þessum 11 aðilum voru send bréf til áminningar um að bæta úr skorti á verðmerkingum og bréfinu var síðan fylgt eftir með annarri könnun sem gerð var í. nóvember sl. Meirihluti verkstæðanna var þá búinn að setja upp verðskrá en þó voru enn þrjú fyrirtæki sem ekki höfðu tekið við sér.
Við hvetjum neytendur til að halda áfram að senda okkur ábendingar í gegnum heimasíðu Neytendastofu og hjálpa okkur þannig við að gera eftirlit okkar skilvirkara.