Toyota innkallar bifreiðar
12.07.2013
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 21 Yaris bifreið sem séu í umferð hér á landi. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2010-2011. Hætta er á því að rafliði í stjórntölvunni geti brunnið og þá fer hjálparaflið af stýrinu sem leiðir til þess að það verður þungt að stýra bílnum. Ástæða bilunarinnar er að of mikill raki var í verksmiðju undirverktaka þar sem rafliðirnir voru framleiddir.
Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.
Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá þjónustuveri Toyota í síma 570 5000.