Fara yfir á efnisvæði

Kvörtun Egill Árnason vegna firmanafns, vörumerkis og léns.

16.04.2012

Egill Árnason leitaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar á firmanafninu Egill Interior og skráningar sama fyrirtækis á léninu egillinterior.is.

Undir rekstri málsins var nafni félagsins breytt í Birgisson ehf. og ber verslunin sama nafn. Fyrirtækið heldur úti léninu birgisson.is til kynningar á fyrirtækinu og vörum þess og er lénið egillinterior.is ekki í notkun. Neytendastofa komst því að þeirri niðurstöðu að þar sem Egill Interior hóf aldrei starfsemi að Ármúla 8, þar sem Egill Árnason var áður til húsa, undir því nafni, hafi ekki verið brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Ákvörðunina má lesa í heild hér.

TIL BAKA