Ákvörðun um atvinnuleyndarmál
Grímur Laxdal kvartaði til Neytendastofu yfir meintu trúnaðarbroti Sigríðar Þorsteinsdóttur og PrimaCare ehf. vegna hagnýtingar á viðskiptaáætlun sem samin hafði verið um stofnsetningu einkarekins sjúkrahúss sem sérhæfir sig í liðskiptaaðgerðum.
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Þorsteinsdóttir og PrimaCare ehf. hafi ekki brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í niðurstöðu Neytendastofu kemur fram að kvartandi hafi ekki sýnt fram á að viðskiptaáætlun sú er lögð var fram í málinu hafi verið hagnýtt af Sigríði og/eða PrimaCare ehf. Varð það því niðurstaða Neytendastofu að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.