Fara yfir á efnisvæði

Hættulegur neyðarlýsingarlampi (ÚT-lampi).

21.12.2004

 

Innköllun á hættulegum neyðarlýsingarlömpum (ÚT-lömpum) frá Daisalux á Spáni fer nú fram á vegum S. Guðjónssonar ehf. Nokkrir brunar hafa orðið af völdum þessara lampa hér á landi.

Raffang: Neyðarlýsingarlampi (ÚT-lampi).

Vörumerki: Daisalux.

Tegund / Gerð: Argos C6.

Málstærðir: 230V~, 2x(8W(G5)CW), IP32.

Dreifingaraðili: S. Guðjónsson ehf.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: S. Guðjónsson ehf. Einnig hafa rafverktakar og byggingaraðilar notað þessa lampa í sínum verkum.

Hætta: Nokkrir brunar hafa orðið hér á landi af völdum lampa af þessari gerð. Í framhaldi af rannsóknum rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu á þessum brunum tók framleiðandinn þá til nánari rannsóknar. Sú rannsókn leiddi í ljós að lampar sem framleiddir voru á árunum 1998 og 1999, með framleiðslunúmerin 43.843-77.821, gætu verið með gölluðum þétti sem valdið gæti bruna.

Lýsing á rafföngunum: Lamparnir eru hvítir að lit og gætu verið með grænum merkjum sem vísa á útgönguleið ("hlaupandi kall"). Sjá nánar á myndum hér fyrir neðan.

Hvað eiga eigendur/umráðamenn slíkra lampa að gera ?: Eigendur og umráðamenn slíkra lampa eiga að snúa sér til S. Guðjónssonar ehf, Auðbrekku 9-11 í Kópavogi, s. 520 4500.

TIL BAKA