BL innkallar Opel Antara
17.01.2013
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 70 OPEL ANTARA bifreiðum framleiddar á árunum 2007- 2010.
Ástæða innköllunarinnar er sú að rangur bremsuvökvi getur ollið ryðmyndun í ABS stjórnborði sem leitt getur til stirðleika í ventlum og um leið lengt bremsutíma.
Viðkomandi bifreiðareigendum hefur þegar verið sent bréf vegna þessarar innköllunar.