Eldhúsbrunar kynntir í Kringlunni
Löggildingarstofa í samvinnu við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir kynningu á brunahættu af eldavélum í Kringlunni dagana 11.-13. nóvember sl.
Slökkviliðið og Löggildingarstofa settu fyrir nokkrum dögum á svið bruna í potti á eldavélarhellu í dæmigerðri eldhúsinnréttingu á æfingasvæði sínu og sýndu slökkviliðsmenn rétt viðbrögð.
Bruninn var látinn standa annars vegar í 1 mínútu og hins vegar í 3 mínútur. Um síðustu helgi var brunnin innréttingin sett upp í Kringlunni og gestum hennar boðin fræðsla um brunahættu af völdum eldavéla. Dreift var kynningarbæklingi og sýnd fræðslumynd sem Löggildingarstofa hefur látið útbúa. Vakti kynningin mikla athygli og tókst með ágætum.
Frekari upplýsingar um eldavélabruna er að finna hér.