Fara yfir á efnisvæði

Aðgerðaráætlun Neytendastofu vegna ólögmætra innheimtu á seðilgjöldum

05.01.2009

Viðskiptaráðherra hafa verið afhentar niðurstöður könnunar Neytendastofu á innheimtu fjármálafyrirtækja á seðilgjöldum og öðrum fylgikröfum fyrir kröfuhafa. Könnunin var gerð í tilefni af niðurstöðu starfshóps á vegum viðskiptaráðherra um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku o.fl. og tilmælum viðskiptaráðherra um seðilgjöld sem sett voru fram í kjölfarið.

Í könnun Neytendastofu kemur fram að öll fjármálafyrirtæki sem bjóða kröfuhöfum að leggja seðilgjald á kröfur þeirra hafa í hyggju og eru að undirbúa breytt fyrirkomulag innheimtu fylgikrafna fyrir kröfuhafa sem samræmist túlkun starfshópsins á gildandi lögum. Neytendastofa fagnar þeirri niðurstöðu.

Hins vegar hafa margar kvartanir borist Neytendastofu um að kröfuhafar sem nýta sér þjónustu fjármálafyrirtækja til innheimtu hafi ekki fullnægjandi heimildir til álagningar seðilgjalda. Neytendastofa hefur þau mál nú til rannsóknar og mun beita sektarheimildum sínum, eftir því sem við á.

TIL BAKA