Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir vegna léna.

23.09.2009

Íslenska gámafélagið kvartaði yfir skráningu og notkun Gámaþjónustunnar á lénunum grænatunnan.is og graenatunnan.is. Þar sem Íslenska gámafélagið hefur notað vörumerkið Græna tunnan frá mars 2007 taldi félagið Gámaþjónustuna brjóta gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með skráningu og notkun lénanna. Með ákvörðun nr. 23/2009 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að ekki væri um brot að ræða þar sem Græna tunnan sé almennt orð og Íslenska gámafélagið ætti ekki einkarétt á þeim. Íslenska gámafélagið ætti skráð myndmerkið Græna tunnan en Reykjavíkurborg hafi notað heitið Græn tunna á endurvinnslutunnur sínar frá áramótum 2004-2005.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

 

TIL BAKA