Reykjanesbæ heimilt að nota heitið Vatnaveröld
12.06.2009
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki Reykjanesbæ að nota heitið Vatnaveröld á sundmiðstöð bæjarins.
Gæludýraverslunin Vatnaveröld kvartaði til Neytendastofu yfir notkun Reykjanesbæjar á heitinu þar sem mikill ruglingur skapaðist milli þeirra. Gæludýraversluninni bærust t.a.m. símtöl með fyrirspurnum um opnunartíma og óskilamuni.
Þar sem aðilarnir eru ekki keppinautar á markaði taldi Neytendastofa notkun Reykjanesbæjar á heitinu ekki valda hættu á því að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum eða kæmu til með að eiga viðskipti við rangan aðila.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.