Fara yfir á efnisvæði

Vigtarmannanámskeið í janúar 2011

27.01.2011

Fréttamynd

Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í Reykjavík í janúar. Mjög góð mæting var á almenna námskeiðið og líka á endurmenntunarnámskeiðinu Á almenna námskeiðið mættu 25 manns og á endurmenntunarnámskeiðið mættu 21.

Grunnur námskeiðanna byggir á að fara yfir lög og reglugerðir, t.d á vegum Neytendastofu lög nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, reglur um almennt og sérstakt hæfi löggiltra vigtarmanna og reglugerð um löggildingarskyldu mælitækja í notkun. Jafnframt reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum, reglugerð um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja og reglugerð um ósjálfvirkar vogir, reglugerð um mælieiningar. Auk þess er farið yfir reglugerð um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22 um mælitæki. Sérstök áhersla er svo einnig lögð á efni tengt vigtun sjávarafla. Leiðbeinendur starfa m.a. hjá Neytendastofu og Fiskistofu. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Neytendastofu í Borgartúni 21.

Námskeiðin eru haldin þrisvar sinnum á ári og verða næstu námskeið haldin í maí 2011.

Á heimasíðu Neytendastofu er hægt að fá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði á námskeiðin ásamt öðrum upplýsingum. Tímasetningar fyrir næstu námskeið má sjá hér.

Skráning á námskeið og umsókn um bráðabirgðalöggildingu fer fram hér.

TIL BAKA