Öryggi kveikjara aukið til muna
Evrópsk yfirvöld sem annast vöruöryggi hafa lengi unnið að því að auka öryggi kveikjara enda brýn þörf á en talið er að á milli 30 - 40 einstaklingar, oft börn, láti lífið í árlega Evrópu í slysum sem rekja má til þess að börn hafa verið að að fikta eða leika sér með kveikjara.
Nú hafa aðildarríki Evrópusambandsins og þau ríki sem eru aðilar að evrópska efnahagssvæðinu þ.m.t. Ísland, ákveðið að einungis megi markaðssetja og selja kveikjara sem eru útbúnir með barnalæsingu. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir slys af völdum kveikjara en þessi einfaldi búnaður hamlar því að börn geti með einföldum hætti kveikt á kveikjurum. Bann Evrópusambandsins nær yfir bæði yfir einnota kveikjara og kveikjara sem líkjast leikföngum s.s. bílum og litlum símum sem eru spennandi fyrir börn. Dæmi er um að börn hafi tekið slíka kveikjara í misgripum fyrir leikföng, farið með þá afsíðis og kveikt í, oft með alvarlegum afleiðingum.
Samskonar bann hefur verið í gildi í Bandaríkjum frá árinu 1995 og þarlend rannsókn hefur sýnt að kveikjarabrunum sem börn orsökuðu fækkaði um 60% eftir að löggjöf um barnalæsingu á kveikjurum tók gildi. Þá hafa stjórnvöld í Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland fylgt í kjölfarið með sambærilegu banni.