Fara yfir á efnisvæði

Firmanafnið Gistihús Keflavíkur ekki villandi

02.09.2011

Gistiheimili Keflavíkur kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar á firmanafninu Gistihús Keflavíkur. Taldi Gistiheimili Keflavíkur að hætta væri á ruglingi við nafnið Gistihús Keflavíkur og að nafnið væri villandi með tilliti til staðsetningar, þar sem Gistihús Keflavíkur væri staðsett að Ásbrú.

Neytendastofa taldi nafnið Gistiheimili Keflavíkur svo almennt að það gæti ekki notið einkaréttar. Einnig taldi stofnunin ekki ástæðu til aðgerða í málinu vegna staðsetningar fyrirtækisins. Var til þess litið að Ásbrú væri skammt frá Keflavík og að svæðið hafi ávallt verið kennt við Keflavík. Þá hafi fyrirtækið upphaflega verið staðsett í Keflavík en hafi síðar fært út kvíarnar að Ásbrú.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA