Fara yfir á efnisvæði

Skoðun Neytendastofu á ástandi verðmerkinga hjá bakaríum

22.07.2008

Dagana 19.-24. júní sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga í 37 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni voru brauðdeildir verslana og stórmarkaða ekki teknar fyrir. Annars vegar var ástand verðmerkinga kannað í hillum og borðum bakaríanna en hinsvegar í kælum.

Verðmerkingar voru almennt í samræmi við ákvæði laga og reglna og kemur í þeim tilfellum ekki til frekari aðgerða af hálfu Neytendastofu. Vermerkingum í hillum og borðum var ábótavant hjá 6 bakaríum og í kælum hjá 13 bakaríum. Neytendastofa sendi skriflegar athugasemdir til 13 bakaría þar sem verðmerkingum var ábótavant og þeim bakaríum gefinn frestur til að koma verðmerkingum í samt lag. Að þeim fresti loknum verður ástand verðmerkinga kannað á ný og gripið til aðgerða telji stofnunin þess þörf.

Neytendastofa hyggst halda verðmerkingaeftirliti sínu áfram og gera skoðun á ástandi verðmerkinga hjá fleiri verslunum.

TIL BAKA