Nýr staðall á raflagnasviði, ÍST 200 og reglugerð um raforkuvirki
Neytendastofa vill benda á að kominn er út nýr staðall á raflagnasviði, ÍST 200 „Raflagnir bygginga?, sem fagmenn á rafmagnssviði hafa lengi beðið eftir.
Um er að ræða þýðingu á raflagnastöðlum IEC 60364 /CENELEC HD 384, sem IEC alþjóða raftæknisambandið og evrópska rafstaðlasambandið CENELEC gefa út. Staðlarnir eða staðlaritröðin er hátt í fjögur hundruð blaðsíður og fjallar um raflagnir í byggingum og mun koma í stað lágspennuhluta reglugerðar um raforkuvirki.
Rétt er árétta það hér að þó að búið sé að gefa staðalinn út hér á landi þá mun Neytendastofa ekki vísa til hans í reglugerð fyrr en í fyrsta lagi í haust. Ástæða þess er að ákveðið hefur verið að bíða eftir útgáfu Staðalsvísisins sem Rafstaðlaráð Íslands vinnur að og mun koma út síðar á árinu. Staðalvísirinn er leiðbeiningarrit þar sem ákvæði staðalsins eru skýrð frekar og ætti að vera fagmönnum á rafmagnssviði mikið hjálpargagn. Einnig þarf að gefa skólum nokkurt ráðrúm til þess að undirbúa námsefni áður en staðalinn verður tekinn í notkun.
Reglugerð um raforkuvirki er því enn í fullu gildi og því hefur engin breyting orðið á reglum á rafmagnsöryggissviði. Þrátt fyrir það að Neytendastofa muni ekki vísa í staðalinn í reglugerð fyrr en í haust þá hvetur stofnunin fagmenn á rafmagnssviði til að verða sér úti um staðlin og kynna sér innihald hans.
Þess má einnig geta að Neytendastofa hefur ákveðið að greiða niður fyrstu 1000 eintökin sem seld verða af staðlinum og er það gert til þess að stuðla að sem mestri notkun hans hjá fagmönnum á rafmagnssviði. Staðallinn mun því kosta 9.514 kr. í stað 15.998 kr.