Fara yfir á efnisvæði

Ástand verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu

11.08.2009

Fulltrúar Neytendastofu fóru í 78 verslanir á höfuðborgarsvæðinu í sumar til að kanna hvort vörur væru verðmerktar og hvort samræmi væri á milli verðs á hillu og í kassa. Teknar voru af handahófi 50 vörutegundir í hverri matvöruverslunum.

Engar athugasemdir voru gerðar við verðmerkingar í níu verslunum, en þær voru 10-11 Baronstíg og Austurstræti, Nettó Salavegi, 11-11 Grensásvegi og í Hraunbæ, Kaskó Vesturbergi, Hagkaup Jafnaseli, Samkaup Búðarkór og Bónus Helluhrauni.

Þær verslanir sem komu verst út úr könnuninni voru Hagkaup Spönginni með 22 athugasemdir, 10-11 Langarima með 21 athugasemd og 10-11 Lágmúla með 20 athugasemdir.

Könnuninni verður fylgt eftir og teknar ákvarðanir um hugsanleg viðurlög vegna slæms ástands verðmerkinga. 

Ábendingum vegna rangra eða ófullnægjandi verðmerkinga má koma til Neytendastofu í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni : rafraen.neytendastofa.is.

TIL BAKA