Fara yfir á efnisvæði

Skylda til að auglýsa árlega hlutfallstölu kostnaðar

15.10.2013

Endurskoðuð lög um neytendalán taka gildi 1. nóvember 2013. Í gilandi lögum um neytendalán sem og í ákvæðum hinna nýju laga er kveðið á um að þegar auglýst eru lán til neytenda þá er ávallt skylt að geta um árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK).  Í árlegri hlutafallstölu kostnaðar sem sett er fram sem prósentutala geta neytendur þannig fengið samanburð í einni tölu sem gefur þeim tækifæri til að bera saman lánskjör milli ólíkra lánveitenda.  Þessi skylda hvílir á öllum sem auglýsa og hafa milligöngu um lánveitingar til neytenda. Skiptir þá ekki máli hvort um fjármálafyrirtæki er að ræða eða aðila sem hafa milligöngu um lán t.d. stórverslanir eða bifreiðaumboð, þegar auglýst eru t.d heimilistæki eða bifreiðar með afborgunarkjörum.

Neytendastofa vill vekja athygli á þessari skyldu og um leið benda á að reglum um skyldu til að upplýsa um ÁHK í öllum auglýsingum og kynningarefni verðu framfylgt af hálfu stofnunarinnar og viðurlögum beitt í tilefni af brotum.  Ákvæði um skyldu til að upplýsa um ÁKH er að finna í 6. gr. laga nr. 33/2013 og er sömuleiðis í 6. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán. 

Lög nr. 33/2013 í heild má lesa hér.

TIL BAKA