Auglýsingar Rúmgóðs bannaðar
Lystadún Marco kvartaði til Neytendastofu yfir fullyrðingum sem fram komu í auglýsingum Rúmgóðs ehf. Í kvörtuninni segir að vísvitandi sé farið með rangt mál og fullyrt að Rúmgott væri eini framleiðandi landsins á svæðaskiptum heilsudýnum og eini framleiðandi landsins sem sérsmíði heilsurúm.
Neytendastofa taldi að af gögnum málsins yrði ekki annað ráðið en að bæði Rúmgott og Lystadún Marco og jafnvel fleiri aðilar, vinni að framleiðslu dýna sem eru með mismunandi stífleika. Þar sem efni í dýnur beggja fyrirtækjanna eigi uppruna sinn að mestu leyti erlendis, fékk Neytendastofa ekki séð að nægjanleg rök um að framleiðsluaðferð Rúmgóðs á dýnum sé þess eðlis að framleiðsla og virðisauki hennar leiði til að framleiðslan teljist vera íslensk en framleiðsluaðferð Lystadúns Marco erlend. Birting fullyrðinganna var því bönnuð.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.