Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir að hluta úr gildi ákvörðun Neytendastofu.

03.04.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum nr. 2/2009 fellt að hluta úr gildi ákvörðun Neytendastofu, frá 4. september 2008, um að Hitaveita Suðurnesja hafi vantalið tekjur  við skýrsluskil rafveitueftirlitsgjalds fyrir árin 2004 til 2008. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir m.a. að niðurstaðan sé sú að rafveitueftirlitsgjald verði ekki innheimt af Hitaveitu Suðurnesja vegna tekna af sölu á raforku til varnarliðsins, enda hafi varnarliðið ekki borið skattskyldu hér á landi og Hitaveita Suðurnesja því ekki getað bætt gjaldinu við raforkuverðið þann tíma er varnarliðið var hér á landi, þrátt fyrir úrskurð iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um hið gagnstæða.

Áfrýjunarnefnd fellst hins vegar á þá ákvörðun Neytendastofu að Hitaveitu Suðurnesja hafi verið óheimilt að undanskilja tekjur vegna sölu raforku til Landsvirkjunar í skýrslum og framtalsgerð til Neytendastofu.

Úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamálamá lesa hér og ákvörðun Neytendastofu má lesa hér.

 

TIL BAKA