Skráning og notkun lénsins orka.is
20.04.2012
Orka ehf. kvartaði yfir notkun Poulsen ehf. á léninu orka þar sem Orka hafi einkarétt á firmanafninu ORKA og skapaði það ruglingshættu að Poulsen noti firmaheiti Orku sem lén.
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um ruglingshættu að ræða milli fyrirtækjanna þar sem engin starfsemi væri á léninu orka.is. Auk þess hafði áhrif að Poulsen hafði verið skráður rétthafi lénsins frá 2007 eða í fjögur ár áður en erindi barst stofnuninni án þess að Orka hafi kvartað yfir notkuninni. Stofnunin taldi því að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.