Fara yfir á efnisvæði

Nýkomið er út Mælifræðiágrip með fræðslu um mælifræði

18.07.2006

Eitt af hlutverkum Neytendastofa er að fræða og því réðust starfsmenn mælifræðisviðs í að þýða hefti um mælifræði.

Allt of lítil þekking er á mælifræði á Íslandi og til að reyna að bæta úr því gefur stofnunin nú út Mælifræðiágrip sem samið var á vegum EUROMET og framkvæmdastjórnar ESB. EUROMET eru samtök landsmælifræðistofnana í Evrópu .

Samantekt úr ágripinu:

Megintilgangur 2. útgáfu mælifræðiágripsins er að auka skilning á mælifræði og að koma á fót almennu mælifræðilegu uppflettiriti. Heftinu er ætlað að vera notendum mælifræði gagnsætt og hentugt hjálpartæki til að afla sér grunnupplýsinga í mælifræði. Efnahagur heimsins byggir í dag á áreiðanlegum mælingum og traustum prófunum með alþjóða viðurkenningu. Þær skulu ekki valda tæknilegum viðskiptahindrunum. Frumskilyrði þess er mjög hagnýtt og heilsteypt mælifræðiskipulag. Í heftinu er lýsing á vísinda-, iðnaðar- og lögmælifræði. Lýst er tæknilegum fagsviðum mælifræðinnar og mælieiningum. Farið er ítarlega í alþjóðlegt skipulag mælifræðinnar, þar með eru talin svæðisbundin mælifræðisamtök eins og EUROMET. Lista yfir mælifræðileg fræðiheiti er safnað saman einkum úr viðurkenndum alþjóðlegum stöðlum. Bent er á stofnanir, samtök og prófunarstofur með tilvísun á heimasíður. „Metrology - in short©“ er í umsjá METROTRADE „Metrological support to international trade“ og REGMET „Improving dialogue between national metrology institutes and EU regulatory bodies“ verkefnanna undir „Competitive and Sustainable Growth“ (GROWTH) áætluninni og er kostað af framkvæmdastjórn ESB og aðilum verkefnisins.

Heftið er 69 bls. að lengd og fæst ókeypis hjá stofnuninni. Heftið er líka hægt að nálgast hér.

TIL BAKA