Fara yfir á efnisvæði

Kiwanishjálmar ekki skíðahjálmar

19.10.2010

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á að hjálmar sem 1. bekkingar í grunnskólum landsins fengu að gjöf frá Kiwanishreyfingunni á Íslandi síðastliðið vor eru ekki ætlaðir til notkunar á skíðum og skíðabrettum. Á umbúðum og hjálmi eru merkingar sem gefa það til kynna en hjálmana má hins vegar eingöngu nota á reiðhjólum, hjólaskautum og hjólabrettum.

Neytendastofa hvetur foreldra og forráðamenn barna sem eiga viðkomandi hjálma að gæta að því að þeir séu ekki notaðir á skíðum og skíðabrettum. Samkvæmt upplýsingum frá Kiwanishreyfingunni hefur tilkynning verið send foreldrum og forráðamönnum skólabarna sem fengið hafa hjálmana að gjöf.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Kiwanishreytingunni sjá nánar í bréfi hér.

TIL BAKA