Fara yfir á efnisvæði

Hættulegar rafhlöður í fartölvum

06.09.2006

Innköllun á hættulegum rafhlöðum fyrir fartölvur frá Apple af gerðunum iBook G4 og PowerBook G4 fer nú fram á vegum Apple. Umræddar rafhlöður geta verið í Apple fartölvum af fyrrgreindum gerðum sem seldar voru á tímabilinu október 2003 til ágúst 2006. Nánari upplýsingar er að finna á vef Apple, sjá einnig frétt á mbl.is.

Um er að ræða samskonar rafhlöður og nýlega voru innkallaðar af Dell - sjá nánar í annarri frétt hér á síðunni. 

Rafföng: Rafhlöður fyrir fartölvur af gerðunum Apple iBook G4 og Apple PowerBook G4.

Vörumerki: Apple (Sony).

Tegundir / Gerðir: Margar mismunandi gerðir. Sjá nánar á vef Apple.

Þekktir söluaðilar á Íslandi:  Selt af mörgum mismunandi aðilum. 

Hætta: Af rafföngunum getur stafað brunahætta.

Hvernig er hægt að þekkja rafföngn ?: Sjá nánar á vef Apple.

Hvað eiga eigendur slíkra raffanga að gera ?: Eigendur eiga að sjálfsögðu að hætta notkun þeirra þegar í stað og leita sér upplýsinga á vef Apple.

TIL BAKA