Evrópskur samráðshópur neytenda
22.02.2010
Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt og birt ákvörðun nr. 2009/705/ESB, um evrópskan samráðshóp neytenda. Í samráðhópnum eiga sæti fulltrúar frá heildarsamtökum neytenda í öllum aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Liechtenstein og Noregs. Aðildarríkin tilnefna fulltrúa sína í samráðshópinn í samræmi við reglur í framangreindri ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Ákvörðunina í heild (á ensku) má lesa hér